Newsflash

Dagskrá Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Á meðferðardeild Stuðla er unnið eftir ákveðinni dagskrá sem skiptist upp í sumar- og vetrardagskrá. Munurinn þar á milli liggur helst í að á sumrin er vinna á virkum dögum en á veturna er skóli/vinnustofa hjá þeim ungmennum sem dvelja á Stuðlum. Hluti af meðferðinni er að fá ungmenni til þess að taka virkan þátt í dagskrá og koma skipulagi á líf þeirra, eins og að vakna á morgnanna, stunda skóla eða vinnu, borða á matmálstímum og fara sofa á réttum tíma á kvöldin.

Faglegt starf
Í dagskrá er meðal annars unnið með unglingunum í:
  • ADL eða athafnir daglegs lífs, þá er unnið að því að hjálpa unglingum að vinna og gera verkefni sem telst til daglegs lífs. Nemendur fá fræðslu um ýmislegt eins og hvernig á að sækja um vinnu, farið yfir hluti sem tengjast daglegu lífi, persónulegri umhirðu, eldhúsverkum, matseld og margt fleira.
  • Verkefnavinna, þá eru unglingarnir að vinna klínísk verkefni sem tengjast stöðu þeirra og viðfangsefnum. Unglingar eru leiddir í gegnum þessi verkefni bæði í einstaklingsformi og í grúbbum.
  • ART, þá er verið að vinna með félagsfærni, reiðistjórnun, samkennd og siðferði.
  • Fræðsla, þegar fræðsla er á dagskránni, þá er valið eitthvað ákveðið málefni sem hentar þeim unglingum sem eru inni hverju sinni.
  • Sálfræðiviðtöl,  allir unglingar fá einstaklingsviðtöl hjá sálfræðing. Hver og einn hefur nær ótakmarkaðan aðganga að sérfræðiaðstoð. Nánar má sjá um þetta undir liðnum sálfræðiþjónusta.
  • Vímuefnagrúbba, þá er farið í vímuefnafræðslu og umræður með unglingunum á þeim stigum sem unglingarnir eru komnir í sinni neyslu. Notast er við nálgun byggða á skaðaminnkun (Harm Reduction), Hugrænni Atferlismeðferð (HAM) og Áhugahvetjandi Samtali (MI).

 


Skóli/Vinnustofa
Kennsla og mat á námsstöðu er á vegum Brúarskóla og fer fram á Stuðlum og í Brúarskóla. Margir unglingar á Stuðlum hafa litla trú á námsgetu sinni og hafa dregist aftur úr, oft vegna náms- eða samskiptaerfiðleika. Á Stuðlum er reynt að finna nýjar og betri leiðir að námsefni við hæfi hvers og eins. Haft er samráð við foreldra og heimaskóla unglings um fyrirkomulag náms eftir að meðferð líkur. Unglingar á Stuðlum sækja skóla í Brúarskóla einu sinni í viku.

Unglingavinna
Á sumrin kemur inn unglingavinna hjá skjólstæðingum meðferðardeildar í stað skóla, þar vinna unglingarnir í garðinum í kringum Stuðla og ýmiss önnur létt verkefni sem til falla. Starfsmenn Stuðla leiðbeina þeim áfram hvernig á að vinna ýmiss störf og fá unglingarnir greitt fyrir þá vinnu sem þau skila af sér.

Útivistir
Daglega er farið í útivistir, geta útivistirnar verið mislangar eftir eðli þeirra og að jafnaði er höfð löng útivist á laugardögum fyrir þá unglinga sem eru ekki á leið í helgarleyfi. Útivistir geta verið sundferðir, fjallgöngur, hellaskoðun, hjólaferðir, menningarferðir, fjöruferðir, keila, líkamsrækt og skoðunarferðir / skemmtiferðir á útvistarsvæði.

Tómstundaiðkun
Þá gefst unglingum kostur á að nýta tímann til að rækta þau áhugamál sem þau hafa, oft á tíðum eru unglingar ekki vissir á því hver þeirra áhugamál eru. Því gefst þeim á þessum tíma til að prófa sig áfram í ýmsum tómstundum  til að reyna átta sig á því hvað þeim gæti verið til lista lagt og unnið að því að leiðbeina þeim áfram. 


Stuðlar 2013


 
Meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga. Fossaleyni 17, 112 Reykjavík. Sími: 530 8800 – Bréfsími: 530 8801
Höfundarréttur © 2012 Stuðlar. Öll réttindi áskilin.