Newsflash

Vímuefnaeftirlit á Stuðlum Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

 

Allar starfsaðferðir á Stuðlum taka mið af þeim reglum og reglugerðum sem Velferðaráðuneyti og Barnaverndarstofa hafa sett um starfsemina. Í Handbók meðferðarheimila (2008), sem er gefin út af Barnaverndarstofu fyrir starfsmenn meðferðarheimila eru leiðbeiningar um hvernig skuli gæta að réttindum barna og ungmenna á meðferðarstofnunum sem og hvernig eigi að haga verklagi um almennar starfsaðferðir. Þar eru meðal annars fyrirmæli um hvernig skuli gæta að öryggi ungmenna, starfsmanna, meðferðarumhverfis og hvernig megi haga eftirliti um vímuefnanotkun. Í Reglum um réttindi barna og beitingu þvingunar á meðferðarheimilum undir yfirstjórn Barnaverndarstofu má sjá í 2.gr., 3.gr. og 13.gr. nánar fjallað um þessi vinnubrögð. Innan ramma þessa tilteknu reglna hafa Stuðlar mikið og skilvirkt eftirlit með vímuefnanotkun. Það er fólgið meðal annars í því að:


  • Ungmenni á Stuðlum gangast undir þvagprófanir eftir öll heimfarar og dagleyfi sín en einnig á ótilgreindum tímum í meðferð.
  • Þegar unglingur kemur til meðferðar er gerð ítarleg leit í fórum viðkomandi og í farangri.
  • Reglulegar leitir eru gerðar í; vistaverum unglinga, húsnæði og við umhverfi Stuðla.
  • Mikið og gott samstarf er við Lögreglu og Tollstjóraembættið. Þessir aðilar sinna fíkniefnaleit með fíkniefnaleitarhundum.
  • Fíkniefnaleitir með hundum eru frekar tíðar og eru gerðar á ýmsum tímum .
  • Einnig eru ráðgjafar Stuðla í nánum tengslum við ýmsa aðila sem veita upplýsingar um þessi viðfangsefni.


Stuðlar 2017

 
Meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga. Fossaleyni 17, 112 Reykjavík. Sími: 530 8800 – Bréfsími: 530 8801
Höfundarréttur © 2012 Stuðlar. Öll réttindi áskilin.