Newsflash

Samstarf við Fjölkerfameðferð Barnaverndarstofu – MST á Íslandi Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

 

Meðferðardeild Stuðla vinnur í samstarfi við Fjölkerfameðferð á Íslandi – MST. Þetta felur í sér að meðferðateymin á Stuðlum vinna með skjólstæðinga eftir þeim kerfisaðferðum sem ríma við aðferðir sem MST tileinka sér. Slíkar aðferðir hafa verið aðlagaðar að þörfum Stuðla. Þetta virðist vera jákvæð viðbót við grunnaðferðir Stuðla og samrýmist vel þeim meðferðarinngripum sem Stuðlar iðka.


Teknar hafa verið upp sértækar aðferðir við að kortleggja fjölskylduaðstæður unglings (sk. Genogram). Markviss greining á styrkleikum og þörfum unglings, fjölskyldu hans og annarra kerfa í nærumhverfi viðkomandi (búseta, tómstundir, skóli, félagar o.s.f.v.). Einnig má nefna aðferðir við að setja saman yfirmarkmið og undirmarkmið um meðferð unglings og notkun á aðferðum til að greina áhrifavalda og aðstæður sem viðhalda og skapa vanda barns (sk. Fit og Drivers). Lögð er áhersla á að árangur sem næst í meðferð yfirfærist á heimaslóðir unglings og fjölskyldan fái aðstoð til að viðhalda settum markmiðum.

 

Á heimasíðu Barnaverndarstofu má sjá ítarlega umfjöllun um aðferðir MST. Það skal tekið fram að Stuðlar iðka ekki MST heldur hefur hluti af verkferlum MST verið aðlagaður að þörfum Stuðla. Náið samstarf er við sérfræðinga MST varðandi meðferð fyrir unglinga og fjölskyldur þeirra bæði fyrir og eftir meðferð á Stuðlum.

 
Meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga. Fossaleyni 17, 112 Reykjavík. Sími: 530 8800 – Bréfsími: 530 8801
Höfundarréttur © 2012 Stuðlar. Öll réttindi áskilin.