Newsflash

Sáttamiðlun (Restorative Justice) Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

 

Nokkrir ráðgjafar og yfirmenn Stuðla hafa sótt sér menntun í Sáttamiðlun. Þessi hugmyndafræði felur í sér það að ungmenni sem hafa komist í kast við lögin fái þann kost að bæta fyrir brot sitt með þeim hætti að viðkmomandi hljóti betrun af og að viðurlögin hafi jákvæð áhrif á líf viðkomandi og umhverfi hans. Aðferðirnar gera ráð fyrir að leiða saman sakborning og brotaþola eftir skilgreindum aðferðum. Það er þó ekki skilyrði fyrir sáttamiðlun. Fyrir nokkrum árum hóf Lögreglan í Reykjavík gott uppbyggingarstarf sem tók mið af þessari hugmyndafræði en óljóst er hversu virkt það starf er nú. Hugmyndafræði Restorative Justice er víða notuð vestan hafs og einnig í Evrópu með mjög góðum árangri. Reynslan sýnir að slík inngrip minnka líkur á endurteknum afbrotum og hjálpar viðkomandi að gera sér grein fyrir afleiðingum afbrota sinna. Það er almennt talið að þessi hugmyndafræði setji í samhengi alvarleika brots, að ungmenni hljóti meðferð og fræðslu og þeirra viðmiða sem réttarkerfið setur hverju sinni. Stuðlar vinna eftir þessari hugmyndafræði (Latimer et al., 2005).  

 
Meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga. Fossaleyni 17, 112 Reykjavík. Sími: 530 8800 – Bréfsími: 530 8801
Höfundarréttur © 2012 Stuðlar. Öll réttindi áskilin.