Newsflash

Sálfræðiþjónusta á Meðferðardeild Stuðla Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Á Stuðlum starfa 3 sálfræðingar. Þeir eru Iðunn Magnúsdóttir, Katrín Jónsdóttir og Kristín Hallgrímsdóttir.

 

Greining á stöðu skjólstæðinga:


Fyrstu tvær vikur fram að svokölluðum stöðufundi er aðaláhersla á greiningu. Með viðtölum, sálfræðilegum prófum og annarri upplýsingaöflun er skimað eftir einkennum um athyglisbrest, hegðunarröskun, þunglyndi, kvíða og ýmsum  þroskafrávikum.

Í viðtali við foreldra og ungling er farið yfir K-SADS, sem er hluti af greiningarlista vegna þroskatruflanna og geðrænna vandkvæða og er listinn settur saman upp úr DSM-IV greiningarkerfinu sem gefið er út af bandaríska geðlæknasambandinu (APA).


Ýtarlegt mat er lagt á vímuefnanotkun unglinga og fer slíkt mat fram með viðtölum og fyrirlögn Vímefnakönnun II, sem er mælitæki unnið í tengslum við ESPAD – könnun Lýðheilsustöðvar. Til að tryggja áreiðanleika slíks mat er stuðst við samstarf við ráðgjafa á deild, upplýsingar sálfræðings sem og aðrar bakgrunnsupplýsingar.


Greindarpróf WISC IV: Greindarpróf Wechslers fyrir börn á grunnskólaaldri, 6-16 ára, Það er lagt fyrir alla unglinga á Stuðlum ef ekki liggja fyrir nýlegar niðurstöður. Þetta hefur sýnst sig að hafi mikla þýðingu því fyrir kemur fyrir að unglingar greinast með þroskavandamál sem ekki hefur verið vitað um áður. Nokkrum unglingum hefur verið vísað á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins til frekari greiningar.


YLS/CMI; Youth Level of Service/Case Management Inventory er lagt fyrir alla unglinga. Þetta er kanadískt matstæki ætlað til að meta áhættuþætti og út frá þeim meðferðarþörf unglinga.  Stuðlar hafa fengið leyfi höfundar og þýðanda til að nota það við mat á þeim unglingum sem hingað koma.


Ýmsir aðrir matslistar og kvarðar eru notaðir eftir því sem ástæða þykir til og má nefna

þar á meðal;


BPI: Basic Personality Inventory er 12 kvarða persónuleikapróf með 240 spurningum.


Conners-Wells: Sjálfsmatslisti fyrir unglinga sem metur AMO og tengd hegðunar- og tilfinningavandkvæði á unglingsárum. Íslensk gerð kvarðans var stöðluð á úrtaki 871 íslenskra barna og unglinga á aldrinum 11 til 16 ára.


CDI: Children´s Depression Inventory er spurningalisti þar sem unglingur metur eigið ástand útfrá einkennum geðlægðar. Niðurstöður gefa vísbendingar um ástand einstaklingsins þegar athugun er framkvæmd.


MASC: Multidimensional Anxiety Scale for Children er sjálfsmats próf sem metur margvíslega kvíðakvilla barna og unglinga á aldrinum 8-19 ára.


PDS: matslisti áfallaeinkenna (Posttraumatic Stress Diagnostic Scale): Sjálfsmatslisti með einkennum áfallastreitu eins og í greiningarskilmerkjum DSM-IV og ICD-10.


Meðferðarvinna sálfræðinga;

 

Hún byggist á reglubundnum einstaklingsviðtölum við ungling, þar sem áhersla er lögð á hugræna atferlismeðferð (HAM), Áhugahvetjandi Samtali (MI) og lausnarmiðaðar aðferðir. Einnig er mikilvægt að sálfræðiráðgjöfin styðji einnig við heildræna þjónustu sem skjólstæðingur fær á Stuðlum. Hér er meðal annars átt við ART – þjálfun, aðlögun að samfélaginu og heimili. Einnig er náið samstarf við sérkennara Brúarskóla sem sinna skólastarfi Stuðla. Sálfræðingur eru í nánu samstarfi við ráðgjafa meðferðardeildar og þá einkum sérstakan tengil barnsins. Þá eru regluleg viðtöl við unglinginn og forsjáraðila hans. 

 

Stuðlar 2018

 
Meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga. Fossaleyni 17, 112 Reykjavík. Sími: 530 8800 – Bréfsími: 530 8801
Höfundarréttur © 2012 Stuðlar. Öll réttindi áskilin.