Newsflash

ART Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

 

ART – Aggression Replacement Training


ART var þróað af Arnold Goldstein og félögum fyrir ungmenni með hegðunarvanda og afbrotasögu sem vistaðir voru á meðferðarstofnunum í U.S.A (Goldstein og fl., 1998; Goldstein, 1999). Síðan þá hefur ART-þjálfunin náð til mun breiðari hóps barna, unglinga og fullorðinna. ART-þjálfun er útbreytt í Bandaríkjunum, Kanada og víða í Evrópu. Góð reynsla er af því að veita foreldrum barna með hegðunarvanda ART-þjálfun. Á Stuðlum hafa verið haldin tvö námskeið í Fjölskyldu-ART og samkvæmt rannsóknum hefur slík þjálfun hefur gefið mjög góða raun víða erlendis (Calame og Parker, 2013). ART er þríþætt þjálfunaraðferð sem tekur á reiðivanda, félagsfærni og eflingu siðgæðisþroska.

 


Þjálfunin á Stuðlum

 

 Á Stuðlum er ART þjálfun þrisvar í viku. Valdir eru 4-8 nemendur í hvern hóp. Byrjað er að meta stöðu hvers unglings með viðtölum og ART- listum. Þar er metinn reiðivandi, siðgæðisþroski og félagsfærni viðkomandi. Einnig er ART kennsla í skólanum á Stuðlum. Í öllu starfi á Stuðlum er miðað að því að yfirfæra þá þjálfun sem ART gefur unglingunum til að nýta sér í samskiptum við foreldra, jafningja og starfsfólk Stuðla.


Undir meðferðardeildarflibanum er hægt að sjá kennslu-plaköt sem notuð eru í ART þjálfun á Stuðlum.

 

 

Fróðleikur um ART

 

Fróðleikur um ART 2

 

 
Meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga. Fossaleyni 17, 112 Reykjavík. Sími: 530 8800 – Bréfsími: 530 8801
Höfundarréttur © 2012 Stuðlar. Öll réttindi áskilin.